Zlatan tapaði veðmálinu og fer á Wembley

Zlatan Ibrahimovic. Það kemur brátt í ljós hvort enska landsliðstreyjan …
Zlatan Ibrahimovic. Það kemur brátt í ljós hvort enska landsliðstreyjan fari honum vel. AFP

Knattspyrnustjörnurnar núverandi og fyrrverandi, Zlatan Ibrahimovic og David Beckham, gerðu með sér veðmál fyrir leik Englands og Svíþjóðar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi á dögunum og er nú komið að málagjöldum.

England hafði betur í leiknum, 2:0, og þarf hinn sænski Zlatan nú að súpa seyðið af því. Hann þarf að fara með Beckham á leik með enska landsliðinu á Wembley íklæddur enskri landsliðstreyju og borða fisk og franskar.

Zlatan hefur nú sent frá sér myndskeið þar sem hann segist ætla ganga að skilmálunum. „David, við veðjuðum, ég tapaði. Ég er að koma á Wembley til að borða fisk og franskar,“ er meðal þess sem hann segir en myndbrotið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert