Forseti Bayern óvæginn í garð Özil

Uli Hoeness liggur sjaldan á skoðunum sínum.
Uli Hoeness liggur sjaldan á skoðunum sínum. AFP

Uli Hoeness, forseti knattspyrnu risans Bayern Munchen, hefur látið Mesut Özil heyra það eftir að sóknarmaðurinn lagði landsliðsskóna á hilluna í gær, aðeins 29 ára að aldri.

Özil, sem er ættaður frá Tyrklandi en fæddur í Þýskalandi, hætti m.a. með landsliðinu vegna kynþáttafordóma en hann var einnig harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína er Þjóðverjar féllu úr leik í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar.

„Ég er feginn að þetta sé búið, hann hefur verið afleitur í mörg ár,“ sagði Hoeness sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

„Hann vann síðast einvígi á vellinum fyrir heimsmeistaramótið 2014 og núna felur hann sig og sínar ömurlegu frammistöður á bak við þessa ljósmynd,“ bætti hann við og vísaði þar til þess þegar Özil lét mynda sig með for­seta Tyrk­lands skömmu fyrir heimsmeistaramótið.

Að lokum bætti hann við að Özil hafi alltaf verið gerður að skotmarki í leikjum Bayern Munchen og Arsenal en Özil hefur aðeins tvisvar verið í sigurliði gegn þýska stórveldinu í 17 leikjum.

„Alltaf þegar við mættum Arsenal þá spiluðum við í gegnum Özil vegna þess að við vissum að hann væri veikleikinn þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert