Tveggja ára bann fyrir veðmálasvindl

Emanuele Calaio í leik með Parma.
Emanuele Calaio í leik með Parma. Ljósmynd/Heimasíða Parma

Knattspyrnumaðurinn Emanuele Calaio hefur verið dæmdur í tveggja ára leikbann fyrir veðmálasvindl og félagi hans á Ítalíu, Parma, hefur einnig verið gert að sæta refsingu.

Dregin verða fimm stig af Parma fyrir tímabilið í efstu deildinni á Ítalíu og þarf Calaio að greiða 20 þúsund evrur eða um tvær og hálfa milljónir króna í sekt. Dómstóll á Ítalíu lagði refsinguna á Calaio vegna grunsamlegra skilaboða sem hann sendi fyrrverandi liðsfélögum sínum fyrir leik Spezia og Parma í maí.

Parma vann leikinn 2:0 og tryggði sér þar með sæti í efstu deildinni á næsta tímabili á nýjan leik en Calaio yfirgaf Spezia árið 2016 og gekk til liðs við Parma. Fyrir leikinn hafði hann samband við nokkra leikmenn Spezia og þótt félagið neitaði ásökunum var hann fundinn sekur.

Skilaboðin voru talin hafa haft áhrif á framvindu leiksins sökum þess að nokkrir leikmenn Spezia virtust gefa of mikið eftir meðan á honum stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert