Bayern hefur áhuga á Alderweireld

Toby Alderweireld gæti verið á förum til Þýskalands.
Toby Alderweireld gæti verið á förum til Þýskalands. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur áhuga á Toby Alderweireld, varnarmanni Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en það eru enskir miðlar sem greina frá þessu í kvöld. Alderweireld var sterklega orðaður við Manchester United í félagaskiptaglugganum í sumar en Tottenham vildi ekki selja hann til United.

Þeir gætu hins vegar verið tilbúnir að leyfa honum að fara til Þýskalands en hann verður samningslaus næsta sumar. Tottenham vill fá í kringum 50 milljónir punda fyrir leikmanninn sem var ekki í byrjunarliðinu í 2:1-sigri Tottenham gegn Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Alderweireld hefur verið fastamaður í belgíska landsliðinu undanfarin ár og byrjaði hann alla sex leiki Belga á HM í Rússlandi þar sem Belgar unnu til bronsverðlauna eftir 2:0-sigur á Englandi í leik um þriðja sætið í Pétursborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert