Arnór sjötti Íslendingurinn í Rússlandi?

Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson er í dag orðaður við ónefnt félag í Rússlandi. Sænska blaðið Expressen segir að rússneska félagið hafi boðið Norrköping um 30 milljónir sænskra króna fyrir þjónustu Arnórs.  

Arnór er 19 ára gamall Skagamaður sem hefur leikið vel með Norrköping í sænska boltanum á árinu. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur þrjú í sextán deildarleikjum til þessa, en Norrköping er í fjórða sæti. 

Ef af félagsskiptunum verður verða Íslendingarnir í rússnesku deildinni sex talsins. Fyrir eru Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Björn Bergmann Sigurðarson, Hörður Björgvin Magnússon og Jón Guðni Fjóluson, en sá síðastnefndi var keyptur til Krasnodar frá Norrköping á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert