Kroos segir Özil fara með fleipur

Toni Kroos gagnrýndi Mesut Ozil harðlega á dögunum.
Toni Kroos gagnrýndi Mesut Ozil harðlega á dögunum. AFP

Toni Kroos, miðjumaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid og þýska landsliðsins, gagnrýndi fyrrverandi samherja sinn hjá þýska landsliðinu, Mesut Özil, á dögunum. Özil tilkynnti það eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi að hann væri hættur að spila með landsliðinu vegna kynþáttafordóma sem hann hefur orðið fyrir eftir vonbrigði liðsins í Rússlandi.

„Mesut er frábær leikmaður og hann hefur reynst þýska landsliðinu mjög vel. Þýska landsliðið hefði getað kvatt hann betur. Hvernig hann hætti sé hins vegar ekki eðlilegt. Hann sendi frá sér yfirlýsingu og talar um að hann sé þýskur þegar að við vinnum og innflytjandi þegar að við töpum.“

„Hann kom með góða punkta í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér en þeir falla allir í skuggann á bullinu sem hann heldur fram líka. Hann ætti að vita það manna best að það er ekki til neitt sem heitir kynþáttahatur innan þýska landsliðsins og þýska knattspyrnusambandsins,“ sagði Kroos pirraður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert