Buffon mætti syni fyrrverandi liðsfélaga

Buffon hefur verið lengi í boltanum.
Buffon hefur verið lengi í boltanum. AFP

Gianlugi Buffon, sem leikur nú um stundir með PSG, hefur verið svo lengi í boltanum að hann er farinn að spila á móti sonum fyrrverandi liðsfélaga.

Um helgina mætti PSG Guingamp í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en í liði Guingamp spilar Marcus Thuram, sonur Lilian Thuram, sem spilaði með Buffon bæði í Parma og Juventus. Buffon og Marcus Thuram notuðu tækifærið og skiptust á treyjum eftir leikinn.

Önnur skemmtileg staðreynd er að samherji Buffon hjá PSG, Timothy Weah, er sonur George Weah sem var sínum tíma valinn besti knattspyrnumaður heims. George Weah spilaði með AC Milan á 10. áratugnum og var mótherji Buffon þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í Seria A árið 1995, þá aðeins 17 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert