Beckham verðlaunaður af UEFA

David Beckham.
David Beckham. AFP

Fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, David Beckham, hefur hlotið verðlaun sem kennd eru við forseta UEFA árið 2018. Beckham hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar og mannúðarmála. Beckham mun taka á móti verðlaununum í Monaco seinna í ár.

Í rökstuðningi frá Aleksander Ceferin, forseta UEFA, segir:

„Ég hef valið David Beckham til þess að taka við verðlaununum í ár vegna hlutverks hans sem alþjóðlegs sendiherra knattspyrnunnar þar sem hann hefur kynnt knattspyrnu og hennar gildi alls staðar í heiminum."

„Þrotlaust starf hans í mannúðarmálum, sem hefur bjargað lífum fjölmargra barna í heiminum, er einnig eftirtektarvert. Beckham er knattspyrnuhetja sinnar kynslóðar.“

Beckham sagði að það væri sannur heiður að bætast á lista þeirra knattspyrnumanna sem hafa fengið verðlaunin í gegnum tíðina:

„Á knattspyrnuferli mínum gaf ég alltaf allt sem ég átti og reyndi að halda í gildi samvinnu og drengskaps og ég er stoltur að bætast við í hóp þeirra leikmanna sem hafa áður fengið verðlaunin.“

Leikmenn sem hafa áður fengið forsetaverðlaun UEFA eru Bobby Robson, Paulo Maldini, Alfredo Di Stefano, Eusibio og Johann Cruyff. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert