20. leiktíð Casillas í Meistaradeildinni

Iker Casillas.
Iker Casillas. AFP

Spænski markvörðurinn Iker Casillas hefur í kvöld sína 20. leiktíð í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en Casillas og félagar hans í portúgalska liðinu Porto sækja þýska liðið Schalke heim í 1. umferð riðlakeppninnar. Þar með slær Casillas nýtt met.

Þessi 37 ára gamli markvörður lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni árið 1999 og þeir eru nú orðnir 167 talsins sem hann hefur leikið í þessari sterkustu deild í heimi.

Casillas hefur þrívegis orðið Evrópumeistari með Real Madrid, 2000, 2002 og 2014 en hann yfirgaf uppeldisfélag sitt árið 2015 og gekk til liðs við Porto.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert