Andri orðinn markahæstur í B-deildinni

Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 12 mörk í sænsku B-deildinni …
Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 12 mörk í sænsku B-deildinni í ár. Ljósmynd/@HelsingborgsIF

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er orðinn markahæsti leikmaður sænsku B-deildarinnar en hann skoraði tvívegis fyrir Helsingborg þegar liðið vann 4:1-sigur á Brage í dag.

Andri Rúnar kom Helsingborg yfir á 37. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni á 78. mínútu. Rasmus Joensson og Mamudu Moro skoruðu einnig fyrir Helsingborg í dag og það var Joseph Ceesay sem skoraði eina mark Brage í leiknum.

Andri Rúnar hefur nú skorað 12 mörk í sænsku B-deildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnnar en Helsingborg er í efsta sæti deildarinnar með 51 stig þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni og hefur átta stiga forskot á Eskilstuna sem er í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig. Tvö efstu liðin fara upp og það þriðja fer í umspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert