Arnór yngstur í Meistaradeildinni

Arnór Sigurðsson í leik með 21 árs landsliðinu.
Arnór Sigurðsson í leik með 21 árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Sigurðsson knattspyrnumaður frá Akranesi varð rétt í þessu yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki.

Arnór kom inn á sem varamaður hjá rússneska liðinu CSKA Moskva í leik liðsins gegn Viktoria Plzen, sem nú stendur yfir í Tékklandi en honum var skipt inn á á 81. mínútu leiksins. Hann er tólfti íslenski knattspyrnumaðurinn sem tekur þátt í leik í Meistaradeildinni.

Arnór er aðeins 19 ára gamall en áður var Kolbeinn Sigþórsson yngstur Íslendinga til að spila í þessari keppni, 21 árs gamall með Ajax árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert