Góður sigur hjá stelpunum

U17 ára landsliðið.
U17 ára landsliðið. Ljósmynd/KSÍ

U17 ára lið kvenna í knattspyrnu vann í dag 1:0 sigur gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM en riðill Íslands er spilaður í Moldóvu.

Hin 15 ára gamla Þórhildur Þórhallsdóttir úr liði HK/Víkings skoraði sigurmarkið á 65. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 59. mínútu. Þórhildur hefur komið við sögu í 14 leikjum HK/Víkings í Pepsi-deildinni í sumar en þess má geta faðir hennar, Þórhallur Víkingsson, þjálfar lið HK/Víkings.

Ísland mætir Moldóvu á laugardaginn og Englandi á þriðjudaginn en England vann í dag stórsigur gegn Moldóvu, 6:0. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla keppninnar en úrslitakeppnin fer síðan fram í Búlgaríu næsta sumar.

Byrjunarlið Íslands:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)

Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Arna Eiríksdóttir

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Clara Sigurðardóttir (F)

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Jana Sól Valdimarsdóttir

Ída Marín Hermannsdóttir

Birta Georgsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert