Hvernig svarar Ronaldo Messi?

Það var létt yfir Cristiano Ronaldo þegar hann skoðaði Mestalla-leikvanginn …
Það var létt yfir Cristiano Ronaldo þegar hann skoðaði Mestalla-leikvanginn í Valencia í gær. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid, Ítalíumeistarar Juventus ásamt Manchester-liðunum City og United verða í eldlínunni í kvöld þegar 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur.

Real Madrid hefur titilvörnina á Santigo Bernabeu í Madrid en þá tekur liðið á móti ítalska liðinu Roma. Real Madrid hefur hampað Evrópumeistaratitlinum undanfarin þrjú ár en Roma féll úr leik fyrir Liverpool í undanúrslitunum á síðustu leiktíð.

Cristiano Ronaldo leikur sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni með Juventus en Ítalíumeistararnir eiga snúinn leik fyrir höndum í kvöld þegar það sækir Valencia heim. Það verður spennandi að sjá hvernig Ronaldo mun svara Lionel Messi en Argentínumaðurinn skoraði þrennu gegn PSV í gærkvöld.

Manchester City, sem margir spá að fari alla leið í Meistaradeildinni í ár, mætir franska liðinu Lyon á Ethiad-vellinum í Manchester og flestir spá öruggum sigri City-liðsins í þeim leik.

Manchester United leikur á útivelli gegn svissnesku meisturunum í Young Boys á gervigrasvelli þeirra í Bern en Young Boys er í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn.

Leikir kvöldsins:

E-riðill:
16.55 Ajax - AEK
19.00 Ben­fica - Bayern München

F-riðill:
16.55 Shak­ht­ar Do­netsk - Hof­fen­heim
19.00 Manchester City - Lyon

G-riðill:
19.00 Real Madrid - Roma
19.00 Vikt­oria Plzen - CSKA Moskva

H-riðill:
19.00 Valencia - Ju­vent­us
19.00 Young Boys - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert