Arnór fékk tækifæri í Evrópudeildinni

Arnór Ingvi Traustason sem kom inn á sem varamaður hjá …
Arnór Ingvi Traustason sem kom inn á sem varamaður hjá Malmö í Evrópudeildinni í kvöld. mbl.is/Eggert

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 55. mínútu þegar lið hans Malmö tapaði 2:0 fyrir Genk í Belgíu í I-riðli Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í dag. Arnór stimplaði sig inn á 66. mínútu þegar hann fékk að líta gult spjald fyrir brot en það voru þeir Leandro Trossard og Mbwana Samata sem skoruðu mörk Genk í leiknum.

Orri Sigurður Ómarsson var ekki í leikmannahópi Sarpsborg 08 sem tapaði 3:1 fyrir Besiktas í Tyrklandi í hinum leik I-riðils en það voru þeir Ryan Babel, Enzo Roco og Jermain Lens sem skoruðu mörk tyrkneska liðsins. Kristoffer Zachariassen minnkaði muninn fyrir Sarpsborg 08 í uppbótartíma í stöðunni 3:0.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekk rússneska liðsins Krasnodar sem vann 1:0 útisigur gegn Akhisarspor í J-riðli í Tyrklandi. Viktor Claessen skoraði sigurmark leiksins á 26. mínútu. Í hinum leik J-riðils vann Sevilla 5:1-sigur á Standard Liege frá Belgíu þar sem Wissam Ben Yedder og Ever Banega skoruðu tvívegis fyrir Sevilla í leiknum og Franco Vazquez eitt mark. Moussa Djenepo skoraði eina mark Standard í leiknum.

Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers gerðu 2:2-jafntefli á útivelli gegn Villarreal í G-riðli en Rangers lenti tvívegis undir í leiknum. Carlos Bacca kom Villarreal yfir áður en Scott Arfield jafnaði metin fyrir Rangers. Gerard Moreno kom svo Villarreal í 2:1 á 69. mínútu áður en Kyle Lafferty jafnaði metin fyrir Rangers á 76. mínútu. 

Rapid Wien vann svo 2:0-sigur á Spartak Moskvu í hinum leik G-riðils þar sem Artem Timofeev varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 50. mínútu. Thomas Murg skoraði svo annað mark Rússanna á 68. mínútu og lokatölur því 2:0 í Austurríki. 

Luis Alberto og Ciro Immobile sáu um markaskorun Lazio sem vann 2:1 sigur á Apollon Limassol í H-riðlinum á Ítalíu í kvöld en Emilio Jose Zelaya skoraði eina mark kýpverska liðsins. Í hinum leik H-riðils vann svo Eintracht Frankfurt 2:1 sigur á Marseille í Frakklandi þar sem Lucas Ocampos kom Marseille yfir snemma leiks. Lucas Torro og Luka Jovic skoruðu hins vegar hvor sitt markið fyrir Frakfurt sem vann afar mikilvægan sigur.

Í K-riðli vann svo Rennes 2:1-sigur á Jablonec frá Tékklandi í Frakklandi. Ismaila Sarr kom Frökkunum yfir á 31. mínútu en Michal Travnik jafnaði metin fyrir Jablonec á 54. mínútu. Hatem Ben Arfa skoraði svo sigurmark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá gerðu Dynamo Kiev og FC AStana  2:2-jafntefli í Úkraínu í hinum leik K-riðils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert