Ísland niður um fjögur sæti FIFA-listanum

Kolbeinn Sigþórsson og Arnór Ingi Traustason í leiknum gegn Belgum.
Kolbeinn Sigþórsson og Arnór Ingi Traustason í leiknum gegn Belgum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Ísland er í 36. sæti á listanum en af Evrópuþjóðum eru Íslendingar í 23.sæti. Ísland tapaði 6:0 fyrir Svisslendingum og 3:0 á móti Belgum í Þjóðadeild UEFA og það skýrir fall liðsins á styrkleikalistanum.

Ísland náði hæstu hæðum á FIFA-listanum í febrúar á þessu ári en þá var það í 18. sæti en hefur sigið niður listann hægt og bítandi eftir það. Íslenska landsliðið er án sigurs í níu síðustu leikjum sínum og hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum, gegn Nígeríu og Króatíu á HM og á móti Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.

Heimsmeistarar Frakka og Belgar deila toppsætinu á styrkleikalistanum en 20 efstu þjóðir á honum eru:

1-2. Belgía
1-2. Frakkland
3. Brasilía
4. Króatía
5. Úrúgvæ
6. England
7. Portúgal
8. Sviss
9. Spánn
10. Danmörk
11. Argentína
12.-13. Þýskaland
12.-13. Síle
14. Kólumbía
15.-16. Svíþjóð
15.-16. Mexíkó
17. Holland
18. Pólland
19. Wales
20. Ítalía

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert