Hörður Björgvin fór á kostum í stúkunni

Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA Moskvu. Ljósmynd/CSKA Moskva

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður CSKA Moskvu, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en hann lét ekki sitt eftir liggja í stúkunni um helgina.

CSKA gerði þá 1:1 jafntefli í grannaslag við Spartak Moskvu, þar sem Arnór Sigurðsson spilaði meðal annars sinn fyrsta leik í deildinni fyrir CSKA. Hörður var aftur á móti á meðal stuðningsmanna og leiddi hvatningu þeirra í stúkunni, eins og skemmtilegt myndband hér að neðan sýnir.

Hörður Björgvin gekk í raðir CSKA frá Bristol City á Englandi í sumar, en liðið er í fimmta sæti með 13 stig eftir átta leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert