Íslendingarnir töpuðu toppslagnum

Hólmbert Aron Friðjónsson náði ekki að skora í kvöld.
Hólmbert Aron Friðjónsson náði ekki að skora í kvöld.

Íslendingaliðið Aalesund þurfti að sætta sig við 2:0-tap á útivelli fyrir Mjøndalen í B-deild Noregs í fótbolta í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Aalesund enn í efsta sæti deildarinnar með 49 stig, eins og Mjøndalen og Viking. 

Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson spiluðu allan leikinn fyrir Aalesund, Daníel Leó Grétarsson fór af velli á 77. mínútu og Adam Örn Arnarson spilaði síðustu fjórar mínúturnar. 

Fram undan er afar spennandi toppbarátta á milli Aalesund, Mjøndalen og Viking, en sex umferðir eru eftir af deildinni. Efstu tvö liðin fara beint upp og 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í efstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert