Íslendingar eiga skilið virðingu

Denis Zakaria að skora framhjá Hannesi Þó Halldórssyni í fyrri …
Denis Zakaria að skora framhjá Hannesi Þó Halldórssyni í fyrri leik Sviss og Íslands í Þjóðadeildinni. AFP

Ricardo Rodríguez, leikmaður svissneska landsliðsins í knattspyrnu, á von á erfiðum leik gegn Íslandi þegar liðin mætast í kvöld í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvelli.

Liðin mættust í september í Þjóðadeildinni í St. Gallen í Sviss þar sem Svisslendingar unnu stórsigur, 6:0, en Rodríguez á von á mun erfiðiar leik í kvöld.

„Okkur tókst að vinna í St. Gallen í mikilvægum leik en leikurinn á morgun (í kvöld) verður allt öðruvísi. Við þurfum að mæta einbeittir og tlbúnir til leiks því íslenska liðið vill ná fram hefndum eftir tapið í september. Það var vissulega frábært að vinna jafn sterkt lið og Ísland 6:0 á heimavelli en á morgun er allt annar leikur og Íslendingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks,“ sagði Rodríguez á blaðamannafundi svissneska liðsins í Laugardalnum í gær.

Þjálfari svissnseksa liðsins, Valdimir Petkovic, tók í svipaðan streng og Rodríguez á blaðamannafundinum í gær og á hann von á erfiðum leik í kvöld.

„Ég horfði á leik Frakka og Íslendinga og ég sá frábært íslenskt lið mæta til leiks. Ísland spilaði mjög vel í 80. mínútur og þeir voru óheppnir að tapa leiknum. Íslenska liðið sýndi hvers það er megnugt gegn Frökkum og Ísland er lið sem á skilið mikla virðingu,“ sagði Petkovic.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert