Meiðslavandræði hjá Börsungum

Thomas Vermaelen í baráttu við Denis Zakaria í viðureign Belga …
Thomas Vermaelen í baráttu við Denis Zakaria í viðureign Belga og Svisslendinga. AFP

Spánarmeistarar Barcelona eru í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna liðsins en belgíski landsliðsmaðurinn Thomas Vermaelen varð fyrir meiðslum í viðureign Belga og Svisslendinga í Þjóðadeildinni um nýliðna helgi.

Vermaelen verður frá keppni næstu sex vikurnar en fyrir á sjúkralistanum var franski miðvörðurinn Samuel Umtiti sem er að glíma við hnémeiðsli.

Gerard Pique og Clement Lenglet eru einu miðverðir Barcelona sem eru heilir heilsu en fram undan eru leikir á móti Sevilla og Real Madrid í spænsku deildinni og í millitíðinni leikur við Inter í Meistaradeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert