Real hugnast ekki að færa leiki vestur um haf

Frá leik Real Madrid og CSKA Moskvu.
Frá leik Real Madrid og CSKA Moskvu. AFP

Real Madrid hefur gert spænska knattspyrnusambandinu kunnugt að félagið sé alfarið á móti hugmyndum um að leikir í spænsku deildinni fari fram í Bandaríkjunum í markaðstilgangi. 

Forráðamenn Real sendu sambandinu bréf þar sem mótmælunum er komið á framfæri en til stóð að leikur Girona og Barcelona á þessu keppnistímabili yrði spilaður á Miami á Flórída. 

Bréfið hefur verið birt opinberlega og þar kemur meðal annars fram að Madrídingar telja að með þessu sé staða liðanna í deildinni ekki jöfn. Auk þess var bent á að sambandið hefði lítið samráð haft við félögin en slíkt hefur heyrst frá fleiri félögum. 

Viðbrögðin við hugmyndunum hafa verið misjöfn og æðsti maður knattspyrnumála í heiminum, Gianni Infantino, forseti FIFA, lýsti sig andsnúinn hugmyndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert