Spilar Bolt í Evrópu?

Usain Bolt í leik með Central Coast Mariners í Ástralíu.
Usain Bolt í leik með Central Coast Mariners í Ástralíu. AFP

Lið Valletta, sem er maltneskur meistari í knattspyrnu karla, hefur boðið spretthlauparanum Usain Bolt tveggja ára samning við félagið.

Bolt, sem er 32 ára margfaldur heims- og ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi, hefur verið að hasla sér völl í fótboltanum eftir að hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Hann hefur á síðustu vikum verið til reynslu hjá ástralska liðinu Central Coast Mariners og skoraði á dögunum sín fyrstu mörk fyrir félagið en fótfrái Jamaíkumaðurinn skoraði tvö mörk í æfingaleik gegn Wollongong Wolves.

„Þetta snýst ekki um peninga heldur söguna. Þetta er nokkuð sem fólk myndi tala um næstu 50 til 100 árin. Bolt sló heimsmetið á Ílympíuleikunum í Peking 2008. Ég hef fylgst með honum í fótboltanum síðasta eina og hálfa árið. Við spilum úrslitaleikinn í Super-Cup 13. desember svo ímyndið ykkur Bolt lyfta bikarnum á loft 10 árum eftir að hafa slegið heimsmetið í Peking,“ segir Ghasston Slimen, stjórnarformaður Valletta. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert