Þýskaland í kjölfar Íslands?

Þýska liðið sem mætti Frökkum í gær.
Þýska liðið sem mætti Frökkum í gær. AFP

Þó að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sé fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar á liðið enn von um að vera eitt tíu liða í efsta styrkleikaflokki í desember þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM. Til þess þarf ansi margt að ganga upp en 2:1-sigur Frakka á Þjóðverjum í gærkvöld hjálpaði til.

Ísland er án stiga í riðli 2 í A-deildinni, og á aðeins eftir leik gegn Belgíu, öðru af tveimur efstu liðum heimslistans, á útivelli. Til að vera eitt tíu liða af tólf með bestan árangur í A-deild þarf Ísland að vinna Belga og treysta á hagstæð úrslit í öðrum riðlum A-deildar. Tvö feitletruðu liðanna þurfa að gera verr en Ísland:

Þýskaland er neðst í 1. riðli með 1 stig og mætir Hollandi á heimavelli í síðasta leik sínum. Pólland er neðst í 3. riðli með 1 stig, þegar fallið og á eftir útileik gegn Portúgal. Króatía er neðst í 4. riðli með 1 stig en á eftir tvo leiki, gegn Spáni á heimavelli og Englandi á útivelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert