Wenger snýr aftur í janúar

Arséne Wenger snýr aftur í janúar.
Arséne Wenger snýr aftur í janúar. AFP

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger ætlar að snúa sér að fótbolta á ný eftir áramót, en hann hefur fengið fyrirspurnir um allan heim að eigin sögn. Wenger hætti sem knattspyrnustjóri hjá Arsenal eftir síðustu leiktíð eftir 22 ár hjá félaginu. 

„Ég er með mjög mikla reynslu eftir 22 ár hjá Arsenal. Ég er búinn að fyrirspurnir alls staðar af í heiminum m.a frá knattspyrnusamböndum. Það gæti verið Japan," sagði Frakkinn en hann kom til Arsenal frá Nagoya Grampus Eight í Japan árið 1996. 

Wenger hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf Japan sem og stjórnarstöðu hjá PSG í Frakklandi. Hann vildi hins vegar ekki staðfesta hvað tæki við. „Ég er úthvíldur og tilbúinn að byrja að vinna aftur en það er óvíst hvar," sagði Arsene Wenger. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert