Jamaíka á HM í fyrsta sinn

Leikmenn Jamaíka fagna sætinu á HM í nótt.
Leikmenn Jamaíka fagna sætinu á HM í nótt. AFP

Jamaíka leikur í úrslitakeppni HM kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn en Jamaíka tryggði sér farseðilinn í nótt með því hafa betur gegn Panama í leiknum um þriðja sætið í N-Ameríkuriðli undankeppni HM.

Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn 2:2 en Jamaíka hafði betur í vítakeppni 4:2 og leikur í úrslitakeppni HM, sem haldin verður í Frakklandi næsta sumar. Það er ekki öll von úti fyrir Panama því liðið mætir Argentínu í umspili um sæti á HM.

Átján þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM en það eru:

Frakkland
Kína
Taíland
Ástralía
Japan
N-Kórea
Brasilía
Síle
Spánn
Ítalía
England
Skotland
Noregur
Svíþjóð
Þýskaland
Bandaríkin
Kanada
Jamaíka

Holland og Sviss spila um síðasta sætið í undakeppni Evrópuriðilsins í næsta mánuði og þá verða einnig umspilsleikir liða frá Asíu og Afríku. Dregið verður í riðla á HM í París 8. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert