Met hjá lærisveinum Lars

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðmenn, undir stjórn Svíans Lars Lagerbäcks, eru heldur betur á flugi þessa dagana en norska landsliðið í knattspyrnu hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum.

Norðmenn höfðu betur gegn Búlgörum 1:0 í C-deild Þjóðadeildar UEFA í fyrrakvöld og tylltu sér þar með á topp síns riðils.

Lagerbäck og lærisveinar hans skrifuðu nýjan kafla í sögu norska landsliðsins með sigrinum gegn Búlgörum því þetta var sjöundi heimasigur norska landsliðsins í röð en svo marga leiki í röð hefur það aldrei unnið á Ullevaal.

Norðmenn unnu sex heimaleiki í röð frá 1992-93. Líkt og þegar Lagerbäck var við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu fór hann hægt af stað en honum tókst ekki að stýra norska landsliðinu til sigurs í fyrstu fjórum leikjunum.

Strákarnir hans Lagerbäcks eiga eftir að spila tvo leiki í Þjóðadeildinni, báða á útivelli. Þeir mæta Slóvenum 16. nóvember og Kýpurbúum þremur dögum síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert