Aalesund tapaði dýrmætum stigum

Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með Aalesund.
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með Aalesund. Ljósmynd/Álasund

Íslendingaliðið Aalesund tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu norsku B-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Viking 3:1.

Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan tímann fyrir Aalesund en Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson voru allir teknir af velli. Adam fór af velli á 29. mínútu, Daníel á 62. mínútu og Aron á 66. mínútu. Axel Andrésson lék allan tímann í vörn Viking.

Þegar þrjár umferðir eru eftir er Mjøndalen í toppsætinu með 54 stig, Aalesund 54 og Viking 52. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í norsku úrvalsdeildinni en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert