Andri Rúnar tryggði sínum mönnum jafntefli

Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason. Ljósmynd/Helsingborg

Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt 14. mark á leiktíðinni í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld þegar Helsingborg og Halmstad skildu jöfn 1:1.

Með sigri hefði Helsingborg tryggt sér sæti í deild þeirra bestu en liðið færðist skrefi nær úrvalsdeildarliðinu með stiginu. Andri Rúnar jafnaði metin fyrir sína menn á 61. mínútu leiksins en hann lék allan tímann. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inn á á 77. mínútu í liði Halmstad og Höskuldur Gunnlaugsson lék síðustu sex mínúturnar fyrir liðið.

Helsingborg er í toppsæti deildarinnar með 59 stig, Falkensberg er með 55 og Eskilstuna 51 en þremur umferðum er ólokið. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en liðið í þriðja sætinu fer í umspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert