Hörður sá þrettándi í röðinni

Hörður Björgvin í baráttu við Edin Dzeko í Róm í …
Hörður Björgvin í baráttu við Edin Dzeko í Róm í kvöld. AFP

Hörður Björgvin Magnússon varð í kvöld 13. Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki.

Hörður Björgvin og Arnór Sigurðsson léku allan tímann fyrir rússneska liðið CSKA Moskva sem tapaði fyrir sterku liði Roma á Ítalíu.

Arnór mundar fótinn í leiknum gegn Roma í kvöld.
Arnór mundar fótinn í leiknum gegn Roma í kvöld. AFP

Eden Dzeko reyndist CSKA Moskvu erfiður en hann skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði svo upp þriðja markið fyrir Cengiz Under.

Hörður Björgvin lék í hjarta varnarinnar en Arnór spilaði á miðjunni og nældi sér í gult spjald seint í leiknum.

Fyrir umferðina í kvöld var CSKA Moskva í efsta sæti en eftir leiki kvöldsins er liðið í þriðja sætinu með 4 stig, tveimur stigum á eftir Roma og Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert