Ronaldo snýr aftur á Old Trafford

Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi á Old Trafford í gær.
Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi á Old Trafford í gær. AFP

Stórliðin Manchester United og Juventus mætast í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Paul Pogba og Cristiano Ronaldo mæta þá sínum gömlu liðum. 

Leikur liðanna í H-riðli er stórleikur kvöldsins. Cristiano Ronaldo kemur með Juventus á sinn gamla heimavöll en hann kom 18 ára gamall til Manchester United á sínum tíma og lék með liðinu í sex ár, eða þar til hann var seldur til Real Madrid árið 2009.

Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum fyrir United og vann bæði Meistaradeildina og heimsbikar félagsliða með félaginu 2008, auk þess að verða þrívegis enskur meistari með liðinu undir stjórn Alex Fergusons.

Heimsmeistarinn Paul Pogba lék 124 leiki og skoraði 28 mörk fyrir Juve á árunum 2012 - 2016. United greiddi 89 milljónir punda fyrir hann sumarið 2016. 

Paul Pogba og José Mourinho á æfingu í gær.
Paul Pogba og José Mourinho á æfingu í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert