Þjálfari Lokeren laus en í farbanni

Arnar Þór Viðarsson stýrir æfingu Lokeren í morgun í fjarveru …
Arnar Þór Viðarsson stýrir æfingu Lokeren í morgun í fjarveru Peters Maes sem þá sat á bak við lás og slá. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Peter Maes, þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren, var látinn laus úr varðhaldi hjá lögreglu fyrir stundu en hann var handtekinn í gær í tengslum við svikamál í belgísku knattspyrnunni.

Maes hefur verið bannað að ræða við fjölmiðla og hann er í farbanni þannig að hann má ekki fara úr landi. 

Ari Freyr Skúlason á æfingu Lokeren í morgun.
Ari Freyr Skúlason á æfingu Lokeren í morgun. Ljósmynd/Kristján Bernburg


Talið er að handtaka Maes tengist því að umboðsmaður hans og fjölda knattspyrnumanna, Dejan Vejlkovic, var handtekinn fyrir nokkru en hann er talinn hafa nýtt sér til hagræðingar á úrslitum leikja að hafa verið með nokkra leikmenn á sínum vegum í mörgum belgísku liðanna, m.a. hjá Lokeren.

Ari Freyr Skúlason er leikmaður Lokeren og Arnar Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari liðsins. Arnar stjórnaði æfingu liðsins í morgun en Maes mun væntanlega stýra seinni æfingu dagsins.

Peter Maes, þjálfari Lokeren.
Peter Maes, þjálfari Lokeren.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert