Bosnía upp í A-deild Þjóðadeildarinnar

Edin Dzeko og félagar eru komnir upp í A-deildina.
Edin Dzeko og félagar eru komnir upp í A-deildina. AFP

Bosnía og Hersegóvína er komin upp í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli í kvöld. Úrslitin þýða að Austurríki heldur sæti sínu í B-deildinni á kostnað Norður-Írlands, sem er fallið. 

Finnar tryggðu sér sæti í B-deild þrátt fyrir 0:1-tap á útivelli fyrir Grikkjum í 2. riðli. Albin Granlund skoraði sjálfsmark á 25. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Finnar eru þremur stigum á undan Grikkjum og höfðu  betur í innbyrðis viðureignum liðanna. Í sama riðli hafði Ungverjaland betur á móti Eistlandi á heimavelli, 2:0. 

Hvíta-Rússland komst á toppinn í 2. riðli D-deildarinnar með 2:0-útisigri á Lúxemborg. Moldóva lagði San Marínó á útivelli í sama riðli. Í 1. riðli er Georgía komin upp í C-deildina eftir 1:1-jafntefli við Andorra á útivelli. Kasakstan og Lettland gerðu einnig 1:1-jafntefli í sama riðli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert