Guðbjörg framlengir við uppáhaldsfélagið

Guðbjörg verður áfram hjá Djurgården.
Guðbjörg verður áfram hjá Djurgården. Ljósmynd/dif.se

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkmaður í fótbolta, framlengdi í dag samninginn sinn við sænska félagið Djurgården til ársins 2019. Guðbjörg kann greinilega vel við sig hjá félaginu því hún lék fyrst með því frá 2009 til 2012 og svo sneri hún aftur árið 2016. 

Hún á að baki 144 leiki fyrir liðið í efstu deild Svíþjóðar, en hún er búin að leika 63 af síðustu 66 deildarleikjum Djurgården

„Það er góð tilfinning að framlengja við Djurgården. Það er rétt skref fyrir mig. Þetta er ferðalag sem ég vil halda áfram í. Við erum betri með hverju árinu sem ég hef verið hérna,“ sagði Guðbjörg í samtali við heimasíðu félagsins. 

„Ég var að glíma við meiðsli allt tímabilið og náði ekki að sýna mitt besta. Ég nýtti tækifærið og fór í aðgerð eftir tímabilið og ég kem sterkari til baka,“ bætti hún við. 

„Eitt ár í viðbót hjá uppáhalds félaginu mínu," skrifaði markmaðurinn svo á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert