Nefbraut liðsfélaga á æfingu

Yannick Carrasco í baráttu við Rúnar Má Sigurjónsson á Laugardalsvelli.
Yannick Carrasco í baráttu við Rúnar Má Sigurjónsson á Laugardalsvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgíski knattspyrnumaðurinn Yannick Carrasco nefbraut liðsfélaga sinn hjá kínverska liðinu Dalian Yifang er kapparnir rifust á æfingu í ágúst. Spænski miðilinn Marca greinir frá. 

Carrasco sá mjög eftir atvikinu og er hann búinn að bjóða liðsfélaganum, Jin Pengxiang, 10.000 evrur eða tæplega eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. 

Pengxiang er ekki enn búinn að jafna sig á meiðslunum og hefur ekki spilað síðan í ágúst vegna þeirra. „Þetta gerðist á æfingu og eftir tæklingu lenti okkur saman. Svona getur gerst og vonanandi jafnar hann sig fljótt,“ sagði Carrasco. 

Gengi Dalian Yifang hefur ekki verið gott á leiktíðinni og er liðið í mikilli fallbaráttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert