O'Neill og Keane hætta með írska landsliðið

Martin O’Neill og Roy Keane.
Martin O’Neill og Roy Keane. AFP

Martin O’Neill og aðstoðarmaður hans, Roy Keane, hafa látið af störfum sem landsliðsþjálfarar Íra í knattspyrnu en þetta var ákveðið á fundi þeirra með stjórn írska knattspyrnusambandsins í gærkvöld.

Írar unnu ekki leik í riðli sínum í B-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu og höfnuðu í neðsta sæti riðilsins með 2 stig. Þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum en O’Neill hefur verið við stjórnvölinn undanfarin fimm ár.

Undir stjórn Martin O'Neill komust Írar í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi árið 2016 en þeir töpuðu í umspili fyrir Dönum um sæti á HM í Rússlandi í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert