Óttar hjá Vendsyssel

Óttar Magnús Karlsson
Óttar Magnús Karlsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson gæti orðið liðsfélagi Jóns Dags Þorsteinssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Vendsyssel.

Óttar, sem lék alla leiki U21-landsliðs Íslands í síðustu undankeppni EM, er til reynslu hjá Vendsyssel og lék með varaliði félagsins í 1:1-jafntefli við Midtjylland í gær. Óttar Magnús lék 77 mínútur í leiknum.

Þessi 21 árs knattspyrnumaður er með samning við Molde í Noregi sem gildir út næsta ár. Hann var á láni hjá Trelleborg í Svíþjóð í ár en lék aðeins fjóra leiki í byrjunarliði, og alls 14 deildarleiki. Hann verður ekki áfram hjá sænska liðinu, sem féll úr úrvalsdeild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert