Eldingar víðar en á Íslandi

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stöðva þurfti leik hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu, í Ástralíu nú í morgunsárið þar sem þrumur og eldingar dundu á leikstaðnum. Ráðgert er að halda leiknum áfram á eftir þegar veðrið lagast.  

Um er að ræða leik FC Sydney og Adelaide United í áströlsku deildinni en Gunnhildur Yrsa leikur með Adelaide og var á sínum stað á miðjunni í byrjunarliðinu. Fanndís Friðriksdóttir er einnig leikmaður Adelaide en hún er ekki leikfær vegna meiðsla. 

Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik í stöðunni 0:0. 

Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert