Sampaoli kominn með starf

Jorge Sampaoli hrópar á sína menn í leiknum gegn Íslendingum …
Jorge Sampaoli hrópar á sína menn í leiknum gegn Íslendingum á HM. AFP

Jorge Sampaoli, fyrrverandi landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu, var í dag ráðinn þjálfari brasilíska liðsins Santos.

Sampaoli leysir af hólmi Cuca sem er hjartveikur og þurfti að láta af störfum vegna þess.

Sampaoli hrökklaðist í burtu sem þjálfari argentínska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið en það byrjaði á því að gera 1:1 jafntefli við Íslendinga og rétt skreið áfram í 16-liða úrslitin þar sem það tapaði fyrir Frökkum.

Santos hafnaði í 10. sæti í brasilísku deildinni, 30 stigum á eftir meistaraliðinu Palmeiras. Liðið hefur ekki unnið titilinn frá árinu 2004 en meðal þeirra leikmanna sem spilað hafa með Santos er goðsögnin Pele og Neymar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert