Mo Salah sá besti í Afríku

Mo Salah er besti knattspyrnumaður Afríku.
Mo Salah er besti knattspyrnumaður Afríku. AFP

Egypski sóknarmaðurinn Mo Salah var í dag útnefndur besti knattspyrnumaður Afríku, annað árið í röð. Hafði hann betur í baráttu við Sadio Mané, liðsfélaga sinn hjá Liverpool, og Kalidou Koulibaly hjá Napoli í baráttunni um verðlaunin. 

Mehdi Benatia hjá Juventus og Thomas Partey, miðjumaður Atletico Madríd komu einnig til greina sem besti afríski knattspyrnumaður ársins. 

Salah varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 32 mörk á síðustu leiktíð og skoraði hann 44 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert