Arnór Ingvi og félagar mæta Chelsea

Arnór Ingvi Traustason í leik með Malmö.
Arnór Ingvi Traustason í leik með Malmö. Ljósmynd/Twitter-síða Malmö

Þrjú Íslendingalið voru í pottinum ásamt liðum eins og Chelsea og Arsenal þegar dregið var til 32-liða úrslitanna í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu en dregið var til þeirra nú rétt í þessu.

Íslendingaliðið fengu erfiða mótherja. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í Malmö mæta Chelsea. Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í svissneska liðinu Zürich mæta ítalska liðinu Napoli og rússneska liðið Krasnodar sem Jón Guðni Fjóluson spilar með mun eiga í höggi við þýska liðið Bayer Leverkusen.

Arsenal, sem margir spá því að fari langt í keppninni, mætir BATE Borisov og skosku meistararnir í Celtic leika við Valencia.

Fyrri leikirnir fara fram 12. og 14. febrúar og síðari leikirnir 20. og 21. febrúar.

Drátturinn varð þessi:

Viktoria Plzen - Dinamo Zagreb

Club Brügge - Salzburg

Rapid Vín - Inter Mílanó

Slavia Prag - Genk

Krasnodar - Bayer Leverkusen

FC Zürich - Napoli

Malmö - Chelsea

Shakhtar Donetsk - Eintracht Frankfurt

Celtic - Valencia

Rennes - Real Betis

Olympiacos - Dynamo Kiev

Lazio - Sevilla

Fenerbache - Zenit Pétursborg

Sporting - Villareal

BATE Borisov - Arsenal

Galatasaray - Benfica

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert