Rekinn frá Anderlecht

Hein Vanhaezebrouck.
Hein Vanhaezebrouck. AFP

Hein Vanhaezebrouck var í dag rekinn úr starfi þjálfara hjá belgíska knattspyrnuliðinu Anderlecht.

Illa hefur gengið hjá Anderlecht síðustu vikurnar. Liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni og í gær tapaði það fyrir Cerce Brügge í deildarkeppninni og er liðið í fjórða sæti, 11 stigum á eftir toppliði Genk.

Vanhaezebrouck tók við þjálfun Anderlecht fyrir síðustu leiktíð og hafnaði liðið í þriðja sæti deildarinnar undir hans stjórn. Hann kom til félagsins frá Genk en liðið vann sinn fyrsta meistaratitil undir hans stjórn fyrir þremur árum og varð annað belgíska liðið í sögunni til að komast uppúr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert