Viðar Ari á leið til Örebro?

Viðar Ari Jónsson í leik með FH í ár.
Viðar Ari Jónsson í leik með FH í ár. mbl/Arnþór Birkisson

Viðar Ari Jónsson, knattspyrnumaður hjá Brann í Noregi, er líklega á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro, samkvæmt frétt Bergens Tidende í Bergen í dag.

Viðar var í láni hjá FH á þessu ári, eftir að hafa komið til Brann frá Fjölni fyrir tímabilið 2017. BT segir að Brann hafi gefið honum til kynna að hann gæti leitað sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil en Taijo Teniste hefur eignað sér stöðu hægri bakvarðar í liði Brann. Viðar er samningsbundin Brann í eitt ár í viðbót.

BT segir að líklega sé Viðar á leið til Örebro en hann eigi í viðræðum við fleiri félög. Rune Soldtvedt íþróttastjóri Brann og Viðar sjálfur vildu ekki ræða málið við BT, sem kvaðst heldur ekki hafa fengið nein svör frá Ólafi Garðarssyni umboðsmanni hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert