Barcelona áfram en getur ekki fagnað strax

Ousmane Dembele fagnar öðru marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum …
Ousmane Dembele fagnar öðru marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum í Barcelona. AFP

Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir sigur á Levante, 3:0, í síðari viðureign liðanna. Barcelona vann einvígið 4:2, en getur þó ekki alveg fagnað strax.

Ousmane Dembele skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik áður en Lionel Messi gulltryggði sigurinn snemma í síðari hálfleik. Dembele er nú orðinn eini leikmaður Barcelona á tímabilinu sem hefur skoraði í spænsku 1. deildinni, bikarnum, Meistaradeildinni og í leiknum um meistara meistaranna.

Eins og mbl.is greindi frá í dag gæti Barcelona verið dæmt úr leik ef í ljós kemur að liðið notaði ólöglegan leikmann í fyrri viðureigninni gegn Levante. El Mundo seg­ir að Barcelona hafi teflt fram leik­manni sem mátti ekki spila þar sem hann var í leik­banni. Um­rædd­ur leikmaður er Juan Brand­ariz sem spil­ar að jafnaði með varaliði Barcelona. Ekki hefur fengist niðurstaða í málið enn þá, en á meðan þá er Barcelona komið áfram þar til annað kemur í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert