Viðar Ari til Sandefjord

Viðar Ari Jónsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
Viðar Ari Jónsson í leik með FH á síðustu leiktíð. mbl/Arnþór Birkisson

Bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson mun spila með norska B-deildarliðinu Sandefjord á næstu leiktíð en liðið féll úr úrvalsdeildinni síðastliðið haust.

Frá þessu er greint á heimasíðu norska liðsins Brann en Viðar Ari gekk í raðir Brann frá Fjölni árið 2017. Hann lék 14 leiki með Brann árið 2017 en á síðustu leiktíð var hann lánaður til FH og lék 18 leiki með Hafnarfjarðaliðinu í Pepsi-deildinni. Viðar á að baki fjóra leiki með íslenska A-landsliðinu.

„Viðar hefur haft mikla samkeppni hjá okkur en nú fer hann til félags þar sem hann fær líklega reglulegan spiltíma. Það verður gott fyrir hann,“ segir Rune Soltvedt á vef Brann.

Hjá Sandefjord hittir Viðar Ari fyrir Ísfirðinginn Emil Pálsson sem fór frá FH til norska liðsins fyrir síðustu leiktíð. Emil var svo óheppinn að slíta hásin á æfingu með FH í síðasta mánuði og verður frá keppni næstu mánuðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert