PAOK að kaupa Sverri Inga

Sverrir Ingi Ingason gæti verið á leið til Grikklands.
Sverrir Ingi Ingason gæti verið á leið til Grikklands. AFP

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Rostov í Rússlandi, er í dag orðaður við gríska A-deildarfélagið PAOK í grískum fjölmiðlum. 

Að sögn sdna.gr eru viðræður Rostov og PAOK um kaup á Sverri hafnar. PAOK er sagt reiðubúið að borga fjórar milljónir evra fyrir þjónustu Sverris. 

Sverrir kom til Rostov sumarið 2017 og er samningsbundinn til 2020. Hann er mikilvægur hlekkur hjá Rostov og er búinn að spila 90 mínútur í öllum 19 leikjum liðsins á tímabilinu. 

Sverrir er búinn að spila 26 landsleiki fyrir Ísland og skora í þeim þrjú mörk. Hann er uppalinn í Breiðabliki og hefur leikið með Viking Stavanger, Lokeren og Granada á atvinnumannaferlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert