Slæmt gengi Alfreðs og félaga hélt áfram

Alfreð Finnbogason og félagar eru í basli.
Alfreð Finnbogason og félagar eru í basli. AFP

Það gengur hvorki né rekur hjá Alfreð Finnbogasyni og liðsfélögum hans hjá Augsburg. Liðið tapaði fyrir Düsseldorf á heimavelli í dag, 2:1, og hefur liðið nú leikið níu leiki í efstu deild Þýskalands í fótbolta í röð án sigurs. 

Fyrir vikið er Augsburg komið í mikla fallbaráttu. Alfreð og félagar eru í 15. sæti með 15 stig eftir 18 leiki. Stuttgart er í 16. sæti, einu stigi á eftir Augsburg, en 18 lið eru í deildinni. 

Neðstu tvö liðin falla niður í B-deildina og liðið í 16. sæti þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni við liðið sem hafnar í þriðja sæti B-deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert