Sigur í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði Willem II í fyrsta …
Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði Willem II í fyrsta sinn í dag. mbl.is/Hari

Kristófer Ingi Kristinsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Willem II sem vann 2:0-sigur á heimavelli sínum þegar Breda kom í heimsókn í 18. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Pol Llonch kom Willem II yfir á 22. mínútu og Marios Vrousai innsiglaði sigur Willem II í uppbótartíma eftir stoðsendingu Vangelis Pavlidis. Kristófer Ingi byrjaði í fremstu víglínu hjá Willem II í dag en var skipt af velli í hálfleik.

Willem II er í níunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig, fjórum stigum minna en Heracles, sem er í áttunda sæti deildarinnar en Kristófer gekk til liðs við Willem II árið 2016 frá Stjörnunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert