AC Milan komst upp í fjórða sæti

Fabio Borini að skora fyrra mark AC Milan í dag.
Fabio Borini að skora fyrra mark AC Milan í dag. AFP

AC Milan komst upp í fjórða sæti í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið hafði betur á útivelli gegn Genoa 2:0.

Mílanóliðið tryggði sér sigurinn á síðustu 20 mínútum leiksins. Fabio Borini, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði fyrra markið á 72. mínútu og Suso bætti við öðru marki á 83. mínútu.

AC Milan er með 34 stig í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir grönnum sínum í Inter, en fjögur efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert