Matthías orðinn leikmaður Vålerenga

Matthías Vilhjálmsson með treyju Vålerenga.
Matthías Vilhjálmsson með treyju Vålerenga. Ljósmynd/Vålerenga

Matthías Vilhjálmsson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður norska liðsins Vålerenga í knattspyrnu, en hann kemur frá Noregsmeisturum Rosenborg.

Matth­ías, sem er 31 árs gam­all og fyrr­ver­andi leikmaður FH, hef­ur verið óhepp­inn með meiðsli frá því hann kom til Rosen­borg sumarið 2015 frá Start. Hann varð fyr­ir því óláni að slíta kross­band í hné í ág­úst 2017 og á síðustu leiktíð sat hann mikið á bekkn­um og kom aðeins við sögu í sjö leikj­um með liðinu í úr­vals­deild­inni. Hann hef­ur fjór­um sinn­um fagnað norska meist­ara­titl­in­um með Rosen­borg og hef­ur unnið bik­ar­keppn­ina í þrígang með liðinu.

„Vålerenga er frábært félag með góða stuðningsmenn og ég hlakka mikið til. Ég er reynslumikill og get komið með leiðtogahæfni inn í liðið. Ég vil hjálpa liðinu að berjast á toppnum og það vantar ekki mikið til að það sé hægt. Ef við berjumst allir í sömu átt þá mun þetta verða gott tímabil,“ sagði Matthías á heimasíðu Vålerenga.

Einn Íslend­ing­ur er í liði Vål­erenga en það er landsliðsmaður­inn Samú­el Kári Friðjóns­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert