Bolt búinn að gefast upp á draumnum

Usain Bolt í leik með Central Coast Mariners.
Usain Bolt í leik með Central Coast Mariners. AFP

Usain Bolt, sprettharðasti maður jarðar, er búinn að gefast upp á því að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Bolt dreymdi um að gerast knattspyrnumaður, eftir að ferlinum í spretthlaupum lauk. 

Bolt spilaði tvo vináttuleiki fyrir Central Coast Mariners í Ástralíu og æfði með liðinu í tvo mánuði. Hann fékk hins vegar ekki samningstilboð frá félaginu og nú hefur hann sagt skilið við atvinnuíþróttir. 

„Þetta var góð lífsreynsla og gaman á meðan þetta entist. Það var gaman að vera í liði og öðruvísi en að vera í frjálsum íþróttum. Nú taka önnur verkefni við hjá mér,“ sagði Bolt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert