De Jong búinn að semja við Barcelona

Frenkie de Jong skrifar undir samninginn við Barcelona í dag.
Frenkie de Jong skrifar undir samninginn við Barcelona í dag. Ljósmynd/Barcelona

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong, leikmaður Ajax í Hollandi, er búinn að semja við spænska meistaraliðið Barcelona.

De Jong, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fimm ára samning við Barcelona og mun hann ganga í raðir félagsins 1. júlí í sumar.

Kaupverðið er 75 milljónir evra, jafnvirði 10,3 milljarða íslenskra króna, og getur sú upphæð endað í 86 milljónum evra við tiltekinn fjölda leikja með liðinu.

Mörg stórliðin hafa verið á höttunum eftir De Jong sem er talinn vera einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag.

De Jong hefur leikið með aðalliði Ajax frá árinu 2016 eftir að hafa spilað með unglingaliði félagsins. Hann lék sinn fyrsta leik með hollenska landsliðinu á síðasta ári og hefur spilað fimm leiki með því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert